Svona er best að hjálpa börnum í áfalli

Margir foreldrar geta fundið fyrir vanmætti þegar kemur að áfalli …
Margir foreldrar geta fundið fyrir vanmætti þegar kemur að áfalli hjá börnum þeirra. Að vera tilfinningalega til staðar fyrir barnið er besta meðalið sem foreldrar geta gefið. mbl.is/Thinkstockphotos

Á MindBodyGreen má finna áhugaverða grein um hvernig sé best að styðja við börn eftir að þau hafa upplifað áfall í lífínu. Áföll fyrir börn geta orðið í kjölfar slysa, árása og skilnaða svo dæmi séu tekin. 

Eins getur viðskilnaður við foreldra orsakað áfall. Í greininni sem byggir á sálfræðilegum rannsóknarniðurstöðum kemur fram að það besta sem foreldrar geta gert er að vera til staðar fyrir börnin sín og gefa þeim rými til að fara í gegnum það sem kemur upp hjá þeim í kjölfarið. Það er engin ein besta leið í þessu, heldur þarf áfall að fara í gegnum kerfi barnsins og út úr því. 

2-4 vikum eftir áfall er eðlilegt að börn beri merki áfallstreyjuröskunar. Hins vegar má sjá verulegan mun á athugunum barna tveimur mánuðum eftir áfall. Það er oft talað um tilfinningastig sem börn og fullorðnir fara í gegnum í tengslum við áföll. Þar eru algengar tilfinningar á borð við afneitun og doði, reiði, sorg og síðan samþykki. 

Ef barnið fær tækifæri til að komast í gegnum öll stig sem fylgja áföllum, er talað um að áfallið fari í gegnum kerfi þess og út úr lífinu. Foreldrar eru hvattir til að leyfa barninu að fara í gegnum þessi stig á eigin hraða og eftir því hvernig áfallið virkar á það.

Ef barnið hins vegar endurupplifir áfallið löngu eftir að það gerist, festist í grufli (rumination) og virðist ekki vera að ná tökum á hugsunum sínum getur verið gott að styðja við það með því að leita til sérfræðings. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert