Þetta gerir besti kennari veraldar

Þessari mynd var dreift víða af Varkey-stofnuninni og sýnir Peter …
Þessari mynd var dreift víða af Varkey-stofnuninni og sýnir Peter Tabichi, besta kennara veraldar, taka við verðlaununum frá stofnuninni. mbl.is/AFP

Á vef World Economic Forum má lesa um Peter Tabichi, besta kennara veraldar um þessar mundir. Hann er búsettur í Kenía og tilheyrir trúarreglu kapúsína innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Viðhorf hans til lífsins eru einstök. Hann gefur 80% af launum sínum til fátækra barna og trúir því að best sé að fjárfesta í menntun barna sama hvaðan þau koma.

Tabichi vann á þessu ári til Global Teacher Prize-verðlauna Varkey-stofnunarinnar. Viðurkenningunni fylgir ein milljón Bandaríkjadala. Stofnunin mælir m.a. árangur og virðingu kennara í ólíkum samfélögum. Ísland hefur ekki verið hluti af þessari mælingu en áhugavert er að sjá hversu ólíkum augum samfélög líta kennarastéttina. 

Ástæðan fyrir því að Tabichi var valinn besti kennarinn er sú að hann kennir raungreinar í skóla í Pwani-héraðinu í Nakuru. Nemendur skólans eru fátækir og aðbúnaðurinn í skólanum er af skornum skammti. Sem dæmi eru yfir 50 nemendur á hvern kennara í skólanum og lítið um tölvur og aðra tækni. Þriðjungur af nemendum hans í skólanum er munaðarlaus eða kemur af heimilum þar sem einungis annað foreldrið er til staðar. 95% nemendanna lifa undir fátæktarmökum og sumir þurfa að ganga allt að 7 km í skólann á degi hverjum. 

Árangur nemenda hans í prófum er einstakur og sem dæmi hefur stærðfræðiteymi skólans fengið tækifæri til að keppa á Intel-vísinda- og verkfræðiráðstefnunni í maí á þessu ári sem haldin verður í Arizona. 

Þetta tækifæri er að mati margra kraftaverk, sem einungis færasti kennari heims gæti staðið á bak við. 

Nemendur Peter Tabichi tóku vel á móti kennara sínum þegar …
Nemendur Peter Tabichi tóku vel á móti kennara sínum þegar hann mætti til heimalands síns 27. mars. mbl.is/AFP
Peter Tabichi er án efa ekki bara besti kennari veraldar …
Peter Tabichi er án efa ekki bara besti kennari veraldar heldur greinilega líka sá vinsælasti. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert