Að fyrirmynd Japana

Það getur verið gaman að borða mat sem gerður er …
Það getur verið gaman að borða mat sem gerður er á fallegan hátt. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það er áhugavert að horfa til þeirra landa sem eru ekki að kljást við heilsufarsleg vandamál á borð við offitu barna. Japönsk börn eru samkvæmt rannsóknum þau heilbrigðustu í veröldinni ef marka má Readers Digest

Þetta geta íslenskir foreldrar lært af þeim japönsku:

Hollur matur

Að velja hollan og góðan mat skiptir öllu máli þegar kemur að mataræði á heimilinu. Eins er hollt og gott að bjóða upp á nóg af grænmeti, brúnum hrísgrjónum í stað þess að vera með brauð eða pasta. 

Sem dæmi má bjóða upp á grænmeti, fisk og fleira sem aðalrétt. Síðan er góð regla að borða ávexti eftir matinn sem gefur orku og heldur blóðsykrinum uppi. 

Margar máltíðir

Í Japan nýtur fólk þess að borða og borðar mun oftar en á Vesturlöndum. Skammtarnir eru minni og hollustan meiri. Að setja jákvæðni inn í hverja máltíð heldur fallegu hugmyndakerfi í kringum barnið. 

Ef foreldrar njóta þess að elda, setja ást í matseldina og eiga góða samverustund með börnum sínum við matarborðið myndar það jákvætt andrúmsloft á heimilinu. 

Nýjungar eru góðar

Þegar börn eru ung vilja þau frekar einhæfan mat. Það er því talið mikilvægt að bjóða börnum upp á nýjan mat að smakka reglulega.

Það þarf ekki að kosta mikið að lauma nýjum ávexti eða grænmeti inn í máltíðina. 

Stundum vilja börn prófa nýja hluti, stundum ekki. Í það minnsta sakar ekki að reyna ef maturinn er hollur.

Á milli mála er gott að bjóða upp á ávexti …
Á milli mála er gott að bjóða upp á ávexti eða annað góðgæti. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Litlir diskar

Í mörg ár hafa börn líkt og foreldrar þeirra verið að borða of stóra skammta. Japanir nota litla diska undir matinn sinn og fá sér þá heldur oftar á diskinn. Eins borða þeir fleiri máltíðir en þekkist á Vesturlöndum. 

Hreyfing er mikilvæg

Börn í Japan eru dugleg að hreyfa sig. Að stuðla að útiveru fyrir börn er hollt fyrir alla. Ekkert barn ætti að missa af því að hreyfa sig daglega í minnst 60 mínútur. Það gerir beinin, vöðvana og önnur líffæri heilbrigðari.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert