Bestu leiðirnar að kenna börnum á peninga

Það er hægt að útskýra peningamál fyrir börnum með allskonar …
Það er hægt að útskýra peningamál fyrir börnum með allskonar hætti. Í gegnum leik á strönd sem dæmi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru til margar leiðir fyrir foreldra að kenna börnum sínum á peninga samkvæmt The Huffington Post. Fjármálauppeldi er hluti af uppeldi barna. Að kenna heilbrigða peningahegðun, sparnað og fleira er hægt að kenna með margskonar leiður.  Að vera góð fyrirmynd sjálf sem foreldri er að sjálfsögðu alltaf besta leiðin. 

Hér er það sem vert er að hafa í huga einnig:

Hafðu peninga heima

Að tala opinskátt um peninga inni á heimilinu er mikilvægur hluti af uppeldi barna. Sem dæmi má búa til umræðu um þá peninga sem eru notaðir mánaðarlega fyrir mat, fatnað og fleira.

Til að koma umræðunum af stað er gott að hafa svigrúm fyrir börnin að spyrja spurninga. Sniðugt er að útskýra hvað sem dæmi kortin í peningaveskjum hinna fullorðnu þýða. Það kemur mörgum börnum á óvart sem dæmi þegar þeim er sagt að fyrst þarf maður að leggja inn pening og síðan er hægt að taka hann út úr bankanum, meðal annars með korti. 

Samtal um peninga geta verið áhugaverð leið til að ræða muninn á milli þess sem við þurfum að eiga og þess sem er gaman að eiga.

Æfingin skapar meistarann

Ein leið að kenna fjármálauppeldi er að leyfa börnum að fikra sig áfram með peninga sjálf.  

Ef foreldrar taka út pening til að nota í matabúðinni og sýna börnunum hvernig það er gert, þá myndast meðvitund um hvað hlutirnir kosta á heimilinu. Að skottast út í búð eftir einum mjólkurpotti getur aukið meðvitund barna um hvað mjólkin kostar. Aukin þekking færir heilbrigði inni í uppeldið. 

Ekki flækja málin

Foreldrar eiga oft erfitt með að útskýra lögmálið á bak við pening á einföldu máli fyrir börnin sín. Prófaðu að vísa í kvikmyndir, tónlist eða eitthvað skemmtilegt til að tengja við áhugasvið barna þinna.

Að föndra með kennslu um peninga er áhugavert. Eins er hægt að fá börnin til að gera hluti á heimilinu og búa til miða sem sýna ákveðna upphæð sem börnin fá fyrir verkefnið. Þetta er áhugavert fyrir foreldra sem vilja ekki láta börn vera með peninga sjálf. Þannig gætu fimm miðar þýtt ein bíóferð. Einnig er hægt að spila allskonar spil sem þjálfa börn í að kaupa húsnæði, fjárfesta í fyrirtækjum, spara og fleira sem er áhugavert að kunna. 

Kenndu börnum að gefa

Mikilvægt er að kenna börnum að hægt er að gera allskonar hluti fyrir peninga. Þeir eru ekki einungis notaðir fyrir hluti sem mikilvægt er að eiga, heldur má einnig safna þeim og gefa hluta af þeim til þeirra sem þurfa á því að halda. 

Með því að kenna börnum að gefa, gefum við börnum hugmyndina um að þau geta eignast pening og jafnvel átt nóg til að gefa með sér. 

Engin ein leið er best til að kenna börnum á peninga. Þessar leiðir eru einungis til leiðbeiningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert