Halldór Benjamín á von fjórða barninu

Halldór Benjamín á von á sínu fjórða barni.
Halldór Benjamín á von á sínu fjórða barni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á von á sínu fjórða barni í júní með eiginkonu sinni, Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni. Greinir hann frá væntanlegri komu barnsins í viðtali við Morgunblaðið í dag en Halldór Benjamín fagnar fertugsafmæli í dag, 5. apríl. 

Fyrir eiga þau Halldór Benjamín og Guðrún Ása þrjá drengi sem fæddir eru 2011, 2014 og 2016. Það er því mikið að gera á ört stækkandi heimilinu í Vesturbænum á milli þess sem Halldór situr við samningaborðið. 

mbl.is