Kjaftaði Serena Williams frá kyninu?

Meghan og Harry eiga von á barni á næstu vikum.
Meghan og Harry eiga von á barni á næstu vikum. mbl.is/AFP

Tennisdrottningin Serena Williams er talin hafa mögulega kjaftað frá kyni væntanlegs barns Harry og Meghan. Í viðtali við E! um móðurhlutverkið í síðustu viku tjáði sig hún um Meghan í móðurhlutverkinu. Fyrir það sagði hún sögu af ónefndri óléttri vinkonu sinni og sagði Williams „hún“ þegar hún talaði um væntanlegt barnið. 

Williams eignaðist sjálf sitt fyrsta barn í september 2017 og greindi einmitt óvart frá óléttunni eins og frægt er orðið á Snaphchat. 

„Hún mun pottþétt verða besta mamman,“ sagði Williams í lok viðtalsins þegar hún var spurð út í hvernig mamma Meghan myndi verða. Hertogaynjan af Sussex og tennisstjarnan hafa verið góðar vinkonur í fimm ár og var Williams meðal annars ein af þeim sem mætti í umdeilt steypiboð Meghan í New York. 

Ekki er hefð fyrir því að gefa upp kyn barna í kóngafjölskyldunni en ekki er talið ólíklegt að Harry og Meghan viti kynið og hafi deilt því með sínum nánustu. 

Serena Williams og Alexis Ohanian í brúðkaupi Harry og Meghan.
Serena Williams og Alexis Ohanian í brúðkaupi Harry og Meghan. mbl.is/AFP

„Sættu þig við mistök og ekki búast við því að vera fullkomin. Við setjum svo mikla pressu á okkur sjálfar,“ sagði Williams þegar hún var spurð í byrjun viðtalsins hvaða ráð hún hefði fyrir nýjar mæður. 

„Vinkona mín er ólétt og hún var bara: „Barnið mitt á eftir að gera þetta.“ Ég horfði bara á hana: „Nei hún á ekki eftir að gera það,“ sagði Williams en breytti setningunni síðan í „þú átt ekki eftir að gera það“. Williams segir að hún hafi sjálf verið með háar væntingar um móðurhlutverkið og segir hún þessa vinkonu hafa viljað fá ráð frá henni. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu