Baldwin-hjónin staðfesta fósturlát

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin.
Hilaria Baldwin og Alec Baldwin. mbl.is/AFP

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, fengu það staðfest í gær, þriðjudag, að fóstrið sem þau bundu vonir við að myndi verða fimmta barn þeirra saman væri dáið. Frú Baldwin hefur talað opinskátt um mögulegt fósturlát en hún greindi frá því í síðustu viku að fóstrið myndi líklega ekki halda áfram að þroskast. 

Svo það sem er í gangi: fóst­ur­vís­ir­inn er með hjart­slátt en ekki sterk­an og barnið stækk­ar ekki mikið,“ skrifaði Balwin á Instagram í síðustu viku en þá var hún ekki komin 12 vikur á leið. 

Þakkaði Hilaria Baldwin fyrir stuðninginn þegar hún birti nýjar og sorglegar fréttir á þriðjudaginn. Vonast hún til þess að umræðan sem hefur skapast vegna fósturlátsins muni halda áfram. 

Áður en frú Baldwin fór til læknis á þriðjudaginn mætti hún í viðtal í bandaríska spjallþáttinn Today. Þó svo hún hafi ekki vitað með vissu hvað læknirinn myndi segja þegar hún fór í viðtalið bjóst hún ekki við öðru en fóstrið myndi ekki lifa. 

„Ég vildi koma fram og tala um þetta af því þetta er eitthvað sem svo margir þurfa að takast á við og, sem konur, þá erum við þjálfaðar að takast á við það með þögn,“ sagði hún meðal annars í viðtalinu sem hægt er að horfa á hér að neðan. „Þú átt pottþétt ekki að segja neitt fyrstu 12 vikurnar. Og það getur verið vegna þess að fólk er hjátrúarfullt eða af því að það finnst eins og það mun vera sterkara og mikið af því er vegna ótta. Og ég mér finnst ekki að við ættum að lifa með slíkum ótta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert