Vilja Meghan ekki á fæðingardeildina

Meghan á von á sér á næstu vikum.
Meghan á von á sér á næstu vikum. mbl.is/AFP

Óléttar konur sem ætla eiga barn sitt á Frimley Park-spítalanum í nágrenni við nýtt heimili Harry og Meghan eru hræddar um að Meghan ætli sér að eiga barnið á spítalanum. Vilja þær ekki fá hertogahjónin á sömu fæðingardeild er kemur fram á vef Daily Mail

Meghan sem á von á sér á næstu vikum er sögð ekki ætla að eiga barn sitt í lúxusálmu St. Mary's-spítalans í London. Er hún í breskum fjölmiðlum meðal annars ætla að reyna eiga barnið heima. 

„Ég og Meghan eigum von á okkur á svipuðum tíma,“ sagði hin ólétta Adele Mayo. „Ég er að vona að við förum ekki af stað á sama tíma þar sem ég veit að hún mun fá sérmeðferð og örugglega herbergið sem ég vil.“

Sérstakar svítur eru á fæðingardeildinni en aðeins ein fæðingarlaug og eru einhverjar hræddar um að Meghan muni taka yfir laugina. 

Ljóst er að fæðingardeildin á spítalanum er við hæfi kóngafólks þar sem tvö frændsystkini Harry komu í heiminn þar þegar yngsti bróðir Karls Bretaprins og eiginkona hans, Sophie, eignuðust börn sín á spítalanum árin 2003 og 2007. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert