Fermingarstrákar óhræddari

Eyrún segir fermingardrengi orðna óhræddari við að fá sér klippingar …
Eyrún segir fermingardrengi orðna óhræddari við að fá sér klippingar sem eru skarpari.

Eyrún er búin að klippa og græja hár í rúmlega 10 ár og hefur alltaf verið með fermingarbörn á þessum tíma árs. „Eitt sem breytist ekki er að klassík og einfaldleiki í greiðslunum heldur sér. Það sem breytist þó hjá stúlkunum hvert ár er skrautið, og hvort þær nota þá skraut yfirhöfuð. Drengirnir eru orðnir óhræddari við að fá sér klippingar sem eru skarpari.“

Að vera með heilbrigt hár

Hvað er það heitasta tengt fermingarhári á þessu ári? „Til að byrja með, að vera með vel snyrt og heilbrigt hár. Frekar en að gera tilraunir með hárið fyrir stóra daginn. Vinna frekar með klæðilegar greiðslur sem draga fram karakterinn í hverjum og einum. Léttir liðir, fléttur og eitt „statement“-skraut hjá stúlkum. Brakandi fersk klipping hjá drengjunum og að splæsa í hárvax til að ná fram hinni fullkomnu greiðslu.“

Eyrún er á því að fermingarbörn eigi að halda sér …
Eyrún er á því að fermingarbörn eigi að halda sér sem næst eigin stíl fyrir fermingar í stað þess að breyta of mikið til. mbl.is/Aðsend

Hvað ættu öll fermingarbörn að gera?

„Eiga tíma pantaðan í klippingu/greiðslu – helst hjá Barbarellu auðvitað – fá faglega ráðgjöf hjá sínum hársnyrti um umhirðu á hárinu sínu, hvað hentar þeim og önnur ráð varðandi hárið fyrir fermingardaginn. Fá mömmu og pabba til að kaupa gott hreinsisjampó og þvo hárið vel daginn áður. Prótein-sprey er alltaf gott í síða hárið til að næra það og styrkja án þess að þyngja það. Síðan er auðvitað gott að njóta dagsins og ekki vera stressuð.“

Hvernig hárskraut er vinsælt?

„Gamaldags hárspennur, ein falleg spenna í vangann getur gert greiðsluna.“

Ekki gera of mikið

Hvað ætti maður aldrei að gera við hárið fyrir ferminguna?

„Aldrei prófa eitthvað nýtt fyrir ferminguna. Treysta hryllingssögunum sem ættingjar þínir segja þér, þegar þau ákváðu að fá sér permanent fyrir stóra daginn eða lita hárið svart. Það er nógur tími eftir fermingu til að gera tilraunir með hárið,“ segir Eyrún og talar um þegar hún ákvað að lita hárið á sér svart rétt fyrir ferminguna.

Hugmynd að fallegri greiðslu fyrir fermingarstelpuna að mati Eyrúnar.
Hugmynd að fallegri greiðslu fyrir fermingarstelpuna að mati Eyrúnar. mbl.is

Hvaða ráð áttu fyrir fermingarforeldrana og hárið þeirra?

„Að panta sér tíma líka á fermingardaginn, þá annaðhvort í blástur eða láta hársnyrtinn henda smá vaxi í hárið. Þá eru þær áhyggjur úr sögunni.“

Að mati Eyrúnar er gott að passa að fara ekki fram úr sér þegar kemur að útliti fyrir fermingardaginn.

„Það er alltaf langflottast að vera maður sjálfur, eins og manni líður best. Að taka með sér smá nesti því það gleymist oft að fylla á tankinn á svona degi.“

Að velja góð efni í hárið er mikilvægt.
Að velja góð efni í hárið er mikilvægt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert