Verður barnfóstran karlkyns?

Harry og Meghan eiga von á sínu fyrsta barni.
Harry og Meghan eiga von á sínu fyrsta barni. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja sker sig úr í bresku konungsfjölskyldunni þar sem hún er ekki bara bandarísk heldur er hún einnig yfirlýstur femínisti. Er því haldið fram að þetta muni hafa áhrif á uppeldi barnsins og barnfóstruna sem mun passa væntanlegan erfingja Meghan og Harry.

Mirror greinir frá því að Meghan sé að að leita að barnfóstru frá Bandaríkjunum. Eru þau á skrá hjá sérstakri ráðningaskrifstofu sem reynir að finna besta kostinn fyrir hjónin sem eiga von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Eru þau jafnvel opin fyrir því að fá karlmann til þess að hugsa um barnið en ekki er algengt að barnfóstrur séu karlmenn. 

„Meghan og Harry hafa ákveðnar hugmyndir hvernig þau vilja ala upp börn sín. Meghan var ákveðin í að segja ráðningaskrifstofunni að hún vildi frekar Bandaríkjamann en Breta og hún vill að þau verði hluti af fjölskyldunni en ekki starfsmaður í einkennisbúning,“ segir heimildarmaður Mirror. 

Kóngafjölskyldan er þekkt fyrir að fá vel menntaðar barnfóstrur til starfa og hefur spænsk háskólamenntuð barnfóstra hugsað um börn þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar eiginkonu hans.

Spænsk barnfóstra passar Karlottu og Georg og bróðir þeirra Lúðvík.
Spænsk barnfóstra passar Karlottu og Georg og bróðir þeirra Lúðvík. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert