Dóttir Jude Law ekki upptekin af frægðinni

Fyrirsætan Iris Law er lík foreldrum sínum þeim Jude Law …
Fyrirsætan Iris Law er lík foreldrum sínum þeim Jude Law og Sadie Frost.

Fyrirsætan Iris Law er vinsæl um þessar mundir. Hún hefur ekki langt að sækja hæfileika sína enda er Kate Moss guðmóðir hennar. Foreldrar hennar eru leikarinn Jude Law og fatahönnuðurinn Sadie Frost. 

Iris Law komst fyrst í fréttirnar einungis tveggja ára gömul þegar fjölmiðlar fengu fregnir af því að barnið hefði bitið í e-töflu sem lá á gólfinu í barnaafmæli. 

Fatahönnuðurinn Sadie Frost og leikarinn Jude Law voru áberandi á sínum tíma. Þau kynntust þegar Law var einungis nítján ára að aldri og Frost var 25 ára. Frost var á þessum tíma fyrirsæta og leikkona, í hjónabandi með Gary Kemp úr Spandeau Ballet. Þau áttu eitt barn saman. 

View this post on Instagram

Father's Day and mothers birthday ❤️❤️❤️ appreciating both of my parents today ❤️❤️❤️

A post shared by Iris Law (@lirisaw) on Jun 19, 2016 at 4:08am PDT

Hún skildi síðar við eiginmann sinn fyrir Jude Law og eignuðust þau þrjú börn saman á sex ára tímabili. Parið skildi að skiptum árið 2003. 

Iris Law starfar nú fyrir Burberry og Miu Miu. Hún segir í viðtali við m.a. Daily Mail að uppeldið hennar og æskuárin hafi verið mjög hefðbundin. 

„Pabbi eignaðist öll börnin sín þrjú með mömmu fyrir þrítugt. Ég átti ungan föður og tímalausa mömmu og var ekki látin finna fyrir því í æsku að við værum fræg.“

Jude Law eignaðist tvö börn í viðbót eftir skilnaðinn við Frost. Fjölskyldulíf Frost var öðruvísi sem er án efa ástæðan fyrir því að hún hefur reynt að halda börnum sínum í frekar hefðbundnu umhverfi. Listamaðurinn David Vaughan var faðir Frost. Hann átti skrautlega ævi enda var hann þekktur fyrir verk sín sem hann skapaði á hugbreytandi efnum á borð við LSD. Hann vann fyrir Bítlana og konungsfjölskylduna bresku svo dæmi séu tekin.  

Iris Law er áhugasöm um ferilinn en sækist ekkert sérstaklega eftir frægðinni sem fylgir því að vera fyrirsæta. „Ég leyfi hlutunum bara að þróast og þó ég sækist ekki eftir því að vera fræg, þá reyni ég ekki að vinna á móti því heldur.“

View this post on Instagram

Thank you @burberry mwah #Burberrybeauty #lipvelvetcrush

A post shared by Iris Law (@lirisaw) on May 30, 2018 at 6:13am PDT

mbl.is