Hvernig ferðu að því að borða svona mikið?

Fyrirsætan Chrissy Teigen segir að hún sýni ást með mat ...
Fyrirsætan Chrissy Teigen segir að hún sýni ást með mat og sé hamingjusöm í dag þótt hún sé aðeins þyngri en hún er vön.

Það er hreint ótrúlegt að verða vitni að þeim ummælum sem mæður fá í kjölfar barneigna, sér í lagi þegar kemur að þyngd þeirra. Ef þær eru ekki eins og þær eru vanar að vera, virðist sem sumir geti ekki ráðið við sig og verði að láta skoðun sína í ljós.

Þetta þekkir fyrirsætan Chrissy Teigen af eigin raun og fjallar Daily Mail um málið nýverið. Eins og gefur að skilja reyna barneignir á líkama kvenna. Sumar upplifa það að missa matarlystina, aðrar þyngjast.

Teigen giftist söngvaranum John Legend í september árið 2013. Þau eiga tvö börn saman. Dóttur sem er fædd í apríl árið 2016 og son sem er fæddur í maí árið 2018. Hún hefur talað á opinskáan hátt um lífið sitt og tilveruna. 

Nýverið setti hún inn færslu á Twitter þar sem hún fjallar um að vera tæplega 10 kg þyngri en hún var áður en hún varð ófrísk af syni sínum. Hún segist elska mat og vera að sætta sig við nýja þyngd. Þá sér í lagi þar sem hún kýs fremur að vera með nokkur auka kíló á líkamanum en að vera þunglynd. 

„Eftir að ég einaðist fyrra barnið mitt þá upplifði ég þunglyndi sem varð til þess að ég gat ekki borðað eða komist upp úr rúminu. Í dag vel ég allan daginn frekar að vera með nokkur aukakíló heldur en að vera mjó út af lystarleysi þótt fólki finnist það klæða mig betur.“

View this post on Instagram

I think I say this with every @yutsai88 shoot but I lovvvvvvvvvve this!!! Thank you so much #HarpersBazaarSG - I had so much fun meeting you all....come visit me so we can make chili crab!!! #BAZAARSGxChrissyTeigen #AugustBAZAAR #ChrissyTeigen -- Editor-in-Chief: @kennieboy Photographed by @yutsai88 Styled by @deborahafshani Styling assistant: Kirsten Alvarez Makeup: @fionastiles/Starworks Artists. Hair: Laura Polko/The Wall Group  Manicure: @christinaviles/@opusbeauty Set design: @bain192/@opusbeauty Producer & digital imaging: @88phasess Jewellery: @cartier

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on Jul 17, 2017 at 9:36am PDT

mbl.is