Fannst erfitt að tengjast syni sínum

Trommarinn Harry Judd opnar sig um foreldrahlutverkið.
Trommarinn Harry Judd opnar sig um foreldrahlutverkið. skjáskot/Instagram

Harry Judd trommari hljómsveitarinnar McFly sem var vinsæl upp úr aldamótum opnaði sig um föðurhlutverkið á dögunum. Í viðtali við Mirror viðurkenndi hann að það hafi reynst honum erfitt að tengja við son sinn Kit sem kom í heiminn í ágúst 2017. Ekki var um fyrsta barn hans að ræða þar sem hann og eiginkona hans áttu dóttur áður. 

Judd segist vilja opna umræðuna og bendir á rannsókn sem sýnir að 62 prósent foreldra í Bretlandi finnst það vera bregðast börnum sínum fyrsta árið. 

„Það var falleg stund þegar eiginkona mín sagði mér að við værum að eignast Lolu og það að vera foreldri dró fram það besta í mér,“ sagði Judd. „En á sama tíma þegar sonur minn fæddist var aðstæðurnar ekki jafn rósum skreyttar, raunveruleikinn var sá að við vorum með tvö ung börn fædd með 19 mánaða millibili og vorum bæði að vinna, það var mjög stressandi.“

Segist Judd ekki hafa tengst syni sínum um leið og hann kom í heiminn og hefur hann talað við aðra foreldra sem hafa sömu sögu að segja og finnst tilfinningin skrítin. Segir hann það ekki endilega eðlilegt að búast við því að elska barnið um leið og það fæðist. 

„Ekki misskilja mig ég er algjörlega ástfanginn af Kit núna en fyrstu sex mánuðir af lífi hans voru þeir erfiðustu fyrir okkur sem foreldra og samband okkar og allt af því þetta er mjög krefjandi og nýtt álag bættist við.“ 

Judd segist að lokum vera ánægður með að eiga tvö heilbrigð börn en minnir fólk á að það er ekki alltaf auðvelt að vera foreldri og segir í lagi að tala um það. 

View this post on Instagram

☀️❤️🌍

A post shared by H A R R Y J U D D (@harryjudd) on Mar 28, 2019 at 11:32am PDTmbl.is