Lúðvík krúttprins er eins árs

Lúðvík prins er eins árs.
Lúðvík prins er eins árs. mbl.is/AFP / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE

Lúðvik prins fagnar eins árs afmæli í dag, 23. apríl. Breska konungsfjölskyldan birti myndir af litla prinsinum við tilefnið en það var móðir hans Katrín hertogaynja sem tók afmælismyndirnar af yngri syni sínum. 

Katrín er þekkt fyrir ljósmyndaáhuga sinn og tekur vanalega myndir af börnum sínum og Vilhjálms Bretaprins sem almenningur fær að njóta. Myndirnar af Lúðvík voru teknar fyrr í mánuðnum þar sem hann lék sér út í náttúrunni á sveitasetri hertogahjónanna í Norfolk á Englandi. 

Stutt er á milli afmæla í fjölskyldunni en langamma Georgs, Elísabet Bretadrottning, fagnaði 93 ára afmæli sínu á páskadag. Von er á barni Harry og Meghan á næstu dögum og því verður nóg að gera í afmælisboðum hjá bræðrunum Harry og Vilhjálmi á þessum árstíma næstu árin. 

Lúðvík prins.
Lúðvík prins. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE
Katrín hertogaynja tók myndirnar af Lúðvík litla.
Katrín hertogaynja tók myndirnar af Lúðvík litla. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE
mbl.is