Fæddist án handa en vann í skriftarkeppni

Sara Hinesley finnur út sínar eigin leiðir til þess að …
Sara Hinesley finnur út sínar eigin leiðir til þess að gera hluti sem hún getur ekki gert. skjáskot/Youtube

Sara Hinesley er venjuleg tíu ára stelpa í Bandaríkjunum sem hefur þó þurft að takast á við meira en margir jafnaldrar hennar. Nýverið vann hún í stórri skriftarkeppni sem væri kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að Hinesley fæddist án handa. 

Hinesley var ættleidd frá Kína fyrir nokkrum árum en á hana vantar hendur. Hún hefur þó náð góðum tökum á skrift og nær að bjarga sér vel þrátt fyrir að eiga erfitt með fínhreyfingar eins og sést á myndbandinu hér að neðan. 

„Mér finnst gaman að leika mér, mér finnst gaman að horfa á sjónvarpið,“ sagði Hinesley í viðtali við CBS Balitmore. Hinesley segir í viðtalinu það ekki alltaf létt að skrifa enda getur verið erfitt að muna alla stafina.

„Ég reyni að finna leið til þess að gera það sem ég get ekki gert og reyni mitt besta til að láta það ganga upp,“ sagði hin tíu ára gamla Hinesley. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert