Pink hættir að birta barnamyndir

Sönkonan Pink á ekki til orð yfir það sem fólk ...
Sönkonan Pink á ekki til orð yfir það sem fólk leyfir sér að segja í ummælum um myndir sem hún birtir á samfélagsmiðlum. Við þessa mynd fékk hún að eigin mati ómaklega gagnrýni vegna nektar sonar síns.

Samkvæmt BBC ætlar söngkonan Pink ekki að birta myndir af börnum sínum aftur á samfélagsmiðlum. Ástæðuna má rekja til þess að fylgjendur hennar hafa brugðist hart við myndefni af börnum hennar. 

Pink segir að fylgjendur hennar á samfélagsmiðlum megi að sjálfsögðu hafa skoðanir á því sem hún birtir en þeir gætu verið aðeins nærgætnari hvernig þeir orða hlutina. 

Söngkonan fékk gagnrýni á sig fyrir að birta myndir af börnunum léttklæddum. Eitt skiptið birti hún mynd af syni sínum berum að neðan, þar sem hann hafði tekið af sér sundbleyjuna sína. Fjölskyldan var að leika við pelíkana sem hafði rambað inn í húsið þeirra.  

Hún segir ummæli við líkama barnsins hafi verið fyrir neðan allar hellur. Fólk þurfi að skoða hug sinn verulega þegar kemur að því hvað það leyfi sér að skrifa um lítið barn eða hana. 

Í öðru tilviki hafði barnið hennar blótað í myndbandi og segir hún svigrúm fyrir þau að birta eðlilega hluti lítið sem ekkert ef þú ert þekktur einstaklingur. 

Til að komast hjá öllum vandræðagangi hefur hún því ákveðið að hætta að birta myndir af börnum sínum á samfélagsmiðlum. 

„Hér eru myndin af okkur með pelíkananum sem við augljóslega píndum í nokkrar klukkustundir áður en við döngluðum barnatyppinu í hann.“

View this post on Instagram

There’s something seriously wrong with a lot of you out there. Going off about my baby’s penis? About circumcision??? Are you for real? As any normal mother at the beach, I didn’t even notice he took off his swim diaper. I deleted it because you’re all fucking disgusting. And now I’m turning off my comments and shaking my head at the state of social media and keyboard warriors, And the negativity that you bring to other people’s lives. There is something seriously wrong with a lot of you out there. Smfh. Here’s a picture of the pelican we obviously caught and abused for hours before dangling baby penis in its face.

A post shared by P!NK (@pink) on Mar 31, 2019 at 9:49am PDT

mbl.is