Dóttirin kom undir í fangelsinu

Ted Bundy.
Ted Bundy. skjáskot/Netflix

Saga raðmorðingjans Ted Bundy var afar vinsæl á Netflix fyrr í vetur en nú er að koma út leikin kvikmynd hjá efnisveitunni um raðmorðingjann sem misnotaði og drap konur á áttunda áratug síðustu aldar. Bundy var þó ekki bara raðmorðingi heldur líka faðir eða svo hélt eiginkona hans Carole Ann Boone fram að því kemur fram á vef Women's Health

Boone er sögð hafa trúað sakleysi Bundy en hjónavottorð var gefið út þegar hann var í fangelsi. Í október árið 1982 fæddi Boone svo dóttur þeirra Rose. Það þekkist víða að konur verði óléttar eftir að hafa heimsótt fanga en Bundy sem leikinn er af Zac Efron í nýju myndinni var hins vegar ekki með leyfi til þess að verja tíma í einrúmi með konu sinni þegar hún heimsótti hann. 

Spurðu margir sig að því hvernig getnaðurinn hafði eiginlega átt sér stað. Boone sagði hins vegar á sínum tíma að það kæmi ekki neinum við hvernig hún og Bundy gátu dóttur sína. 

Segir ævisöguhöfundurinn Ann Rule að það hafi verið algengt meðal fanga að múta fangavörðum svo pör gætu stundað kynlíf saman á hinum ýmsu stöðum í fangelsinu. Þykir sú kenning vera líkleg í tilviki Bundy og Boone. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert