Drengurinn frumsýndur

Nýjasti prinsinn í bresku konungsfjölskyldunni, sonur Harry og Meghan, var …
Nýjasti prinsinn í bresku konungsfjölskyldunni, sonur Harry og Meghan, var frumsýndur í dag, en hann fæddist á mánudag. AFP

Sonur Meghan Markle og Harrys Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, var frumsýndur heimsbyggðinni rétt í þessu. 

Fjöldi fólks og fjölmiðla hefur safnast saman fyrir utan Windsor-kastala og nú rétt fyrir hádegi var konunglegi drengurinn formlega kynntur í St George's Hall í kastalanum. 

Harry og Meghan brostu út að eyrum og vel virtist fara um drenginn í faðmi Harrys. „Þetta er töfrum líkast,“ sagði Meghan aðspurð hvernig móðurhlutverkið væri. „Hann er mjög skapgóður. Hann er mjög rólegur,“ sagði Meghan einnig um soninn. 

„Foreldrahlutverkið er magnað,“ bætti Harry við.  

Fyrsta fjölskyldumyndin.
Fyrsta fjölskyldumyndin. AFP

Drengurinn er ekki enn kominn með nafn, en Alexander eða Spencer þykir líklegt samkvæmt veðbönkum. Hann er þó kominn með titil og verður jarlinn af Dumbarton. 

Síðar í dag mun Elísabet Englandsdrottning hitta drenginn. „Það verður ánægjulegt að kynna hann fyrir fjölskyldunni, og mamma mín er með okkur líka,“ sagði Meghan, sem þakkaði jafnframt fyrir allar hamingjuóskirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert