Nafn konunglega drengsins afhjúpað

Sonur Meghan Markle og Harry hefur fengið nafn: Archie Harrison …
Sonur Meghan Markle og Harry hefur fengið nafn: Archie Harrison Mountbatten-Windsor. AFP

Syni Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið gefið nafn. Drengurinn heitir Archie Harrison Mountbatten-Windsor. Frá þessu greina hertogahjónin á Instagram.

Archie fæddist í fyrradag, 6. maí, og var kynntur fyrir heimsbyggðinni í Windsor-kastala í dag. Archie er þýskt nafn að uppruna, stytting á Archiebald, og merkir „áræðinn“ eða „hugrakkur“. Harrison merkir svo einfaldlega sonur Harry og er því bein skírskotun í föðurinn. 

Veðbankar töldu líklegast að Alexander eða Spencer yrði fyrir valinu og þá töldu margir að hertogahjónin myndu fara óhefðbundna leið þegar í nafna­vali og ekki velja hefðbundið breskt kon­ungs­nafn held­ur ein­hvers kon­ar blöndu sem sam­ein­ar breska og banda­ríska menn­ingu.

Í færslunni á Instagram má sjá Elísabetu Englandsdrottningu brosa til Archie litla og Filippus prins er ekki langt undan. Á myndinni er einnig móðir Meghan og Harry fylgist stoltur með. 

Verður ekki jarl eftir allt saman

Konunglegar hefðir kveða á um að þar sem Arcie er frumburður hertoga, en Harry ber titilinn hertoginn af Sussex, ætti sonurinn að fá titilinn jarl. Harry og Meghan hafa hins vegar ákveðið að Archie beri ekki titil, heldur verður hann kallaður herra (e. Master) Archie Mountbatten-Windsor. 

Drengurinn var kynntur fyrir heimsbyggðinni í Windsor-kastala í hádeginu.
Drengurinn var kynntur fyrir heimsbyggðinni í Windsor-kastala í hádeginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert