Eru örlögin ákveðin við fæðingu?

Taugasérfræðinginn Hannah Critchlow er dugleg að benda á að margt …
Taugasérfræðinginn Hannah Critchlow er dugleg að benda á að margt af því sem við gerum daglega er harðvírað inn í heilann á okkur.

The Telegraph birti nýverið áhugavert viðtal við taugasérfræðinginn Hannah Critchlow sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir fyrir rannsóknarniðurstöður sínar er tengjast hlut erfða á örlög einstaklinga.

Critchlow sem starfar í Cambridge háskóla gaf nýverið út bókina The Science of Fate. Í bókinni kemur fram að margt af því sem fólk gerir daglega, svo sem hvað það borðar, hverjum það giftist og hvernig það kýs í stjórnmálum er harðvírað í heila fólks. Hún segir vísindalegar sannanir ekki styðja hið mikilvæga málefni er varðar frjálsan vilja, nema að fólk vandi sig verulega við hvað það hugsar eða gerir daglega. 

Hún leggur áherslu á góða heilsu. Hleypur tvo tíma á dag sjálf og borðar hollan mat. Hvað varðar uppeldi barna segir hún:

„Ég á þriggja ára son sjálf og það sem ég hef lært í gegnum rannsóknir mínar er að ég get verið frekar afslöppuð þegar kemur að uppeldi sonar míns. Að sjálfsögðu er ég góð fyrirmynd fyrir barnið mitt, en að vera kvíðið foreldri er algjör óþarfi. Stór hluti af skapgerð hans, hæfileikum og því sem aðskilur hann frá öðrum hefur nú þegar verið mótað í erfðarmengi hans.“

Það er margt áhugavert við það sem Critchlow hefur að segja. Sem dæmi bendir hún á að íhaldssamir í stjórnmálaskoðunum hafi tilhneigingu til að vera með ofvirkni í möndlusvæði heilans sem gerir þá hrædda í eðli sínu. 

Hún segir vafasamt að eigna öllu því sem fólk gerir erfðum.  En vísar í taugafræðilegar útskýringar og frávik í heila þegar sem dæmi sumir einstaklingar finna ekki fyrir því þegar þeir eru orðnir saddir. 

Hún starfaði um tíma á Geðspítala þar sem hún tók eftir því að bæði starfsfólk og sjúklingar höfðu upplifað ýmislegt sem reyndi á þá í lífinu. 

„Á geðspítalanum komst ég að því að bæði starfsfólkið og þeir sem voru á spítalanum höfðu upplifað ýmislegt sem reyndi á þá. Hins vegar fóru sumir aðilarnir heim eftir vaktir (starfsmenn) á meðan aðrir gistu yfir nóttina (sjúklingarnir). Sumir bjuggu yfir svipaðri reynslu. Ég varð forvitin að skilja hvað olli því að einstaklingar vinna svona ólíkt úr áföllum? Hvernig gat heilinn brugðist svona mismunandi við? 

Hún segir marga taugasérfræðinga hlaupa sér til gagns og gaman. Einnig séu talsvert margir sem stunda jóga. 

Í greininni kemur einnig fram að til að hægja á öldrun heilans sé mælt með hreyfingu, góðum nætursvefni, góðum félagslegum samskiptum, að læra nýja hluti reglulega og að reyna að tileinka sér jákvætt hugarfar til lífsins. 

mbl.is