Fyrsti mæðradagur hertogaynjunnar

Að tilefni Mæðradagsins birtu Harry prins og Meghan Markle þessa ...
Að tilefni Mæðradagsins birtu Harry prins og Meghan Markle þessa mynd af fótum Archie litla.

Í tilefni mæðradagsins settu Harry prins og Meghan Markle fallega mynd á samfélagsmiðla af fótum Archie litla. Í færslunni á Instagram segir m.a. að nú sé tilefni til að heiðra allar mæður.  Jafnt þær sem eru mæður í dag, sem og þær sem eru fallnar frá og allar konur sem munu verða mæður í framtíðinni. 

„Í dag er mæðradagurinn haldinn hátíðlega víða um heiminn. M.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku, Kenía, Japan og í ýmsum löndum í Evrópu.

Þetta er fyrsti mæðradagur hertogaynjunnar af Sussex.“

Síðar í færslunni er vísað í ljóð þar sem segir að móðir hvers barns sé fyrsta land þess. 

Barnavefur mbl.is óskar öllum mæðrum hjartanlega til hamingju með daginn. Dagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra. 

View this post on Instagram

Paying tribute to all mothers today - past, present, mothers-to-be, and those lost but forever remembered. We honor and celebrate each and every one of you. Today is Mother’s Day in the United States, Canada, Australia, New Zealand, South Africa, Kenya, Japan, and several countries across Europe. This is the first Mother’s Day for The Duchess of Sussex. Quote from “lands”: my mother was my first country; the first place i ever lived. Photo © SussexRoyal

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 12, 2019 at 6:21am PDT

mbl.is