Stærstu mistök Madonnu í uppeldinu

Madonna er strangari móðir nú en áður.
Madonna er strangari móðir nú en áður. mbl.is/AFP

Madonna er strangari móðir nú þegar hún er sextug með sex börn en þegar hún var yngri. Segir Madonna að hún leyfi ekki 13 ára syni sínum, David, að eiga síma enda hefur hún slæma reynslu af símanotkun í tilviki eldri barna sinna.  

Í viðtali við Vogue lýsir hún því sem mistökum að gefa eldri börnum sínum síma þegar þau voru 13 ára. „Það endaði samband mitt við þau í rauninni. Ekki algjörlega en það varð mjög, mjög stór þáttur af lífi þeirra,“ sagði Madonna og segir eldri börn sín hafa verið mjög upptekin af símanum, byrjað að bera sig saman við annað fólk sem sé slæmt fyrir þroska. 

Madonna á sex börn en hún gekk sjálf með þau Lour­des sem fædd er árið 1996 og son­inn Rocco sem hún eignaðist með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um Guy Ritchie árið 2000. Í febrúar árið 2017 ætt­leiddi hún þá fjög­urra ára gaml­ar tví­bura­syst­ur frá Mala­ví sem heita Esther og Stella. Áður hafði hún ætt­leitt Dav­id árið 2006 en það tók nokk­ur ár og dóms­mál að fá loks­ins ætt­leiðingu dótt­ur­inn­ar Mercy í gegn árið 2009. 

Madonna er ekki fyrsta stjarnan sem er með þessa símareglu á heimilinu en ekki er langt síðan að leikkonan Nicole Kidman greindi frá því að dætur hennar og Keith Urban ættu ekki síma. 

mbl.is