Ben Affleck þakklátur fyrrverandi

Ben Affleck lét gott af sér leiða á mæðradaginn og …
Ben Affleck lét gott af sér leiða á mæðradaginn og styrkti tvö góðgerðarfélög í nafni móður sinnar og fyrrverandi eiginkonu. mbl.is/AFP

Leikarinn Ben Affleck er greinilega þakklátur Jennifer Garner. Hann tileinkaði mæðradaginn fyrrverandi eiginkonu sinni og móður með því að styðja tvö góðgerðarfélög sem vinna að því að aðstoða mæður í fangelsi.

Affleck var giftur Garner frá árinu 2005 til 2018. Móðir hans er Christine Anne Boldt.

Í færslunni á Instagram segir hann m.a. „Ég vil óska tveimur mögnuðum mæðrum til hamingju með mæðradaginn. Þær hafa sýnt mér hvað ást snýst raunverulega um.“

Affleck ákvað að styrkja tvö góðgerðarfélög í þeirra nafni, Cut 50 og National Bailout sem styðja við konur í fangelsi. National Bailout var með söfnun til að ná svörtum konum út úr fangelsi á mæðradaginn.

Það er greinilegt að reynsla hans í gegnum árin hefur gert hann víðsýnni, enda skoðun margra að mikilvægt sé að styðja foreldra í vanda í stað þess að loka þau inni í fangelsum. 

mbl.is