Ben Affleck þakklátur fyrrverandi

Ben Affleck lét gott af sér leiða á mæðradaginn og ...
Ben Affleck lét gott af sér leiða á mæðradaginn og styrkti tvö góðgerðarfélög í nafni móður sinnar og fyrrverandi eiginkonu. mbl.is/AFP

Leikarinn Ben Affleck er greinilega þakklátur Jennifer Garner. Hann tileinkaði mæðradaginn fyrrverandi eiginkonu sinni og móður með því að styðja tvö góðgerðarfélög sem vinna að því að aðstoða mæður í fangelsi.

Affleck var giftur Garner frá árinu 2005 til 2018. Móðir hans er Christine Anne Boldt.

Í færslunni á Instagram segir hann m.a. „Ég vil óska tveimur mögnuðum mæðrum til hamingju með mæðradaginn. Þær hafa sýnt mér hvað ást snýst raunverulega um.“

Affleck ákvað að styrkja tvö góðgerðarfélög í þeirra nafni, Cut 50 og National Bailout sem styðja við konur í fangelsi. National Bailout var með söfnun til að ná svörtum konum út úr fangelsi á mæðradaginn.

Það er greinilegt að reynsla hans í gegnum árin hefur gert hann víðsýnni, enda skoðun margra að mikilvægt sé að styðja foreldra í vanda í stað þess að loka þau inni í fangelsum. 

View this post on Instagram

Happy Mother’s Day to the two incredible mothers who have shown me the meaning of love. Today I am making donations to two organizations in their honor: @cut50’s #DignityForIncarceratedWomen campaign, a national initiative to help reduce the prison population while making our communities safer, and @NationalBailout, an incredible organization that works with groups all over the country on Mother’s Day to bail out black moms and caregivers, provide supportive services and fellowship opportunities to help end money bail and pretrial detention.

A post shared by Ben Affleck (@benaffleck) on May 12, 2019 at 8:12am PDT

mbl.is