Fékk hamingjuóskir og bangsa fyrir Archie í Oxford

Harry prins fékk þetta stóra kort í Barton Neighbourhood Centre …
Harry prins fékk þetta stóra kort í Barton Neighbourhood Centre í Oxford og bangsa fyrir Archie á Barnaspítalanum í Oxford. mbl.is/AFP

Prins Harry er staddur í Oxford þar sem hann sinnir opinberri heimsókn á m.a. barnaspítalanum. Honum var vel tekið í heimsókn sinni og fékk meðal annars lítinn bangsa fyrir Archie son sinn að leika við og kort þar sem honum var óskað til hamingju með son sinn. 

Í heimsókninni á Barnaspítalann í Oxford hitti Harry börn og unglinga sem eru í innlögn á spítalanum. Hann hitti einnig velunnara spítalans sem og kennara sem staðsettir eru í skóla barnaspítalans. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki svo nemendur geti haldið áfram að mennta sig samhliða því að fá nauðsynlega umönnun frá læknum og heilbrigðisstarfsfólki spítalans. 

Heimsóknin sem Harry sinnir í dag í Oxford er til heiðurs móður hans, Díönu heitinni prinsessu. Hún opnaði formlega Oxsrad Disability Sports and Leisure Center árið 1989. Miðstöðin hefur verið rekin farsællega í tæplega þrjá áratugi þar sem markmiðið er að styðja við fatlaða einstaklinga til að stunda líkamsrækt og íþróttir. 

Harry prins heimsótti einnig Barton Neighbourhood Center, sem er miðstöð sem hýsir m.a. lækna, Food Bank sem sér um að dreifa matvælum sem verslanir í Oxford eru aflögufærar um, kaffihús og fleira. 

Food Bank dreifir matvælum til yfir 80 góðgerðarfélaga víðs vegar um Oxford þar sem þeir sem minna mega sín geta fengið daglegar nauðsynjavörur sér að kostnaðarlausu. Markmið fæðubankans er að minnka fæðusóun og næra samfélagið í leiðinni. 

Harry prins var greinilega vel tekið alls staðar þar sem hann kom. 

Heimsókn Harry prins á Barnaspítalann í Oxford gaf börnunum á …
Heimsókn Harry prins á Barnaspítalann í Oxford gaf börnunum á spítalanum mikið. Hér er hann að leika við ungan dreng sem var í innlögn á spítalanum. TOBY MELVILLE
Harry prins þótti mikið til koma að heimsækja Food Bank …
Harry prins þótti mikið til koma að heimsækja Food Bank í Oxford. Fæðubankinn sinnir því að dreifa matvælum til yfir 80 góðgerðarfélaga víða um Oxford. mbl.is/AFP
mbl.is