Kendall Jenner týnda barnið?

Kendall Jenner svaraði móður sinni á skemmtilegan hátt á mæðradaginn …
Kendall Jenner svaraði móður sinni á skemmtilegan hátt á mæðradaginn þar sem hún segist elska hana líka. Kris Jenner hafði þá heiðrað einungis dætur sínur sem eru mæður sjálfar. mbl.is/AFP

Á mæðradaginn setti Kris Jenner fram fallega færslu á Instagram til að heiðra dætur sínar sem eru mæður. Kendall Jenner varð greinilega vör við að hvergi var minnst á hana í þessari færslu. Þetta kemur fram á vefsvæði Mirror

Kendall Jenner svarar færslu móður sinnar með því að segja: „Ég elska þig líka mamma.“ Mirror er á því að það sé stíll yfir því hvernig hún minni á sig.

Kris Jenner kemur reglulega fram í fjölmiðlum. Hún þykir frábær amma og góð móðir þótt hún eigi stundum erfitt með að elska börnin sín jafnt eins og hún hefur margsinnis sagt frá sjálf. 

mbl.is