„Stærsta gjöfin en einnig áskorun“

Ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók þessa mynd af Demi Moore árið …
Ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók þessa mynd af Demi Moore árið 1988 þegar hún var ófrísk af fyrst barni sínu, Rumer.

Leikkonan Demi Moore birti fallega mynd af sér í gær á samfélagsmiðlum þar sem hún talar um að móðurhlutverkið sé henni mikilvægt.

Moore kvæntist leikaranum Bruce Willis í nóvember árið 1987 og eignuðustu þau þrjár dætur saman. Þær Rumer sem fædd er árið 1988, Scout sem er fædd árið 1991 og Tallulah sem er fædd árið 1994. Moore og Willis skildu að borð og sæng árið 1998. 

Í færslunni á Instagram segir Moore meðal annars:

„Það er ekkert sem gerir mann jafn auðmjúkan og það að vera móðir. Þvílíkur heiður, ánægja og forréttindi. Móðurhlutverkið hefur gefið mér hvað mest í lífinu en einnig verið mín stærsta áskorun. Ég er svo þakklát fyrir hvert augnablik í lífinu. Takk fyrir að velja mig sem mömmu elsku Rumer, Scout og Tallulah. Ég elska ykkur meira en orð fá lýst.“

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum tekur Moore mikinn þátt í lífi dætra sinna, þó þær séu fluttar að heiman og farnar að lifa sínu lífi. 

Moore býr ein með í það minnsta fimm smáhundum í dag, sem virðast elska heimilislífið með leikkonunni geðugu ef marka má samfélagsmiðla og myndir sem hún birtir þar. 

View this post on Instagram

The welcome committee! ❤️Love these little jokers!❤️

A post shared by Demi Moore (@moore2d) on May 11, 2019 at 6:20pm PDTmbl.is