„Viltu passa upp á að börn séu örugg?“

Marianne Wiliamson fékk lánaða dómgreind hjá 10 ára börnum í ...
Marianne Wiliamson fékk lánaða dómgreind hjá 10 ára börnum í bandarískum skóla sem minntu hana á að ef hún yrði forseti væri best fyrir hana að vera auðmjúk og góð manneskja.

Börn eru í eðli sínu ákaflega réttlát og falleg að mati forsetaframbjóðandans Marianne Williamson. Hún heimsótti skóla í Bandaríkjunum nýverið og fékk lánaða dómgreind hjá nokkrum 10 ára nemendum skólans. Eftir heimsóknina áttaði hún sig á því að álit barna er mikilvægt. Þau væru ef til vill betur til þess fallin að stjórna en sumir sem eru orðnir fullorðnir. 

„Hvað þarf ég að hafa í huga ef ég verð næsti forseti Bandaríkjanna?“ spurði Marianne Williamson skólabörnin.

Ein stúlka sagði: „Þú ættir að muna að vera auðmjúk.“

Drengur við hlið hennar bætti við: „Þú ættir líka að muna að vera góð.“

„Viltu muna að passa upp á að öll börn verði örugg?“

Það hvarflaði að Marianne Williamson eftir þessa heimsókn í skólann að kannski væri heimurinn betur settur ef börn myndu ráða meiru. 

View this post on Instagram

#marianne2020 I asked a 10 year old what she thought the most important thing for me to remember if I became president, and she said, “Be humble.” Then the boy next to her said, “And be nice.” Students in all of the classrooms had questions for me. A little girl in a second grade classroom asked, “Would you make sure all of the children are safe?” I could hardly bear it. It was the most beautiful school. Teachers and students alike. Sometimes I think if we would just let children run everything, we would be so much better off...

A post shared by Marianne Williamson (@mariannewilliamson) on May 10, 2019 at 11:48am PDT

mbl.is