Sýna líkamann eftir fæðingu

Mömmubloggarinn birti þessa mynd á Facebook en myndatakan hefur fengið …
Mömmubloggarinn birti þessa mynd á Facebook en myndatakan hefur fengið jákvæð og neikvæð viðbrögð. skjáskot/Facebook

Fjórir mömmubloggarar sem stilltu sér upp á mynd til að sýna líkama sinn eftir fæðingu hafa ekki bara fengið jákvæð viðbrögð við uppátæki sínu. Bloggarinn Bethanie Garcia greindi frá neikvæðum athugasemdum á Facebook-síðu sinni The Garcia Diaries í byrjun maí en segir það segja meira um fólkið sem skrifaði athugasemdirnar en líkama þeirra sem birtast á myndinni.  

Garcia segir að myndatakan af vinkonunum sem kynntust á netinu hafi átt að sýna fjóra ólíka líkama eftir meðgöngu. Þrátt fyrir líkamanir séu ólíkir séu þeir allir fallegir.

Því miður sáu ekki allir fegurðina á myndunum. Hér fyrir neðan má lesa brot af þeim neikvæðu athugasemdum sem Garcia greindi frá að fólk skrifaði um þær eftir að þær birtu myndir úr myndatökunni á samfélagsmiðlum. 

„Er þetta auglýsing fyrir konur sem þurfa að fara í svuntuaðgerð?“

„Hvað um að fara í megrun?“

„Innlegg eins og þessi trufla mig. Að grennast ekki er val.“

„Af hverju eru ekki neinar konur í formi á þessari mynd? Það eru ekki allir líkamar eftir meðgöngu feitir og slappir.

„Ég er fjögurra barna móðir en ég er líka mjög heit eiginkona af því það er skylda mín. Ekki séns að ég væri glöð eða ánægð með að líta svona út.

Garcia lætur þó ekki deigan síga og segir eitthvað að ef það fyrsta sem fólk velti fyrir sér sé af hverju það eru ekki mjóar konur á myndinni. Segir hún að aðrar líkamsgerðir en mjó líkamsgerð fái ekki neina athygli. Það sé ástæðan fyrir því að konum líði oft eins og þær séu ekki nógu góðar. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert