Gátu ekki haldið spítalanum leyndum

Meghan og Harry með Archie Harrison.
Meghan og Harry með Archie Harrison. mbl.is/AFP

Harry Bretataprins og Meghan hertogaynja reyndu eftir bestu getu að halda öllu sem tengdist fæðingu sonar þeirra leyndu. Nú hafa hins vegar breskir fjölmiðlar greint frá því hvar drengurinn kom í heiminn en það var staðfest á fæðingarvottorði Archie Harrison.

Á vef Hello kemur fram að foreldrarnir séu loks búin að fylla út fæðingarvottorð Archie litla. Kemur þar í ljós að barnið fæddist á spítala en ekki á heimili hjónanna í Windsor en fjölmiðlar höfðu greint frá að heimafæðing væri á fæðingarplani hertogaynjunnar. Kom Archie í heiminn á Portland spítalanum í London.

Sarah Ferguson fyrrverandi mágkona Karls Bretaprins valdi sama spítala til þess að fæða prinsessurnar Beatrice og Eugenie. Victoria Beckham er einnig sögð hafa fætt börn sín á spítalanum sem og Jools Oliver, eiginkona Jamie Oliver. 

Meghan, Harry og Archie Harrison Mountbatten-Windsor.
Meghan, Harry og Archie Harrison Mountbatten-Windsor. mbl.is/AFP
mbl.is