Lúðvík heldur þeim á tánum

Vilhjálmur og Katrín með Lúðvík þegar hann var nýfæddur.
Vilhjálmur og Katrín með Lúðvík þegar hann var nýfæddur. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur eiga í nógu að snúast enda þrjú ung börn á heimilinu og það yngsta greinilega byrjað að ganga ef marka má nýjustu ummæli Katrínar. Má ekki líta af prinsinum og „heldur hann þeim á tánum“ eins og hún orðaði það að því fram kemur á vef People

„Ég snéri mér við um daginn og þar var hann efst í rennibrautinni, ég hafði enga hugmynd,“ sagði Katrín en Lúðvík varð eins árs þann 23. apríl síðastliðinn. 

Lúðvík er greinilega mikill grallari og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Katrín talar um hversu duglegur Lúðvík er að skoða umhverfi sitt. Í janúar greindi hún frá því að litli prinsinn skriði hratt auk þess sem hún greindi frá því í mars að Lúðvík væri alltaf að toga sig upp til þess að standa upp. 

Lúðvík prins er eins árs.
Lúðvík prins er eins árs. mbl.is/AFP / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE
mbl.is