Íslenskar stjörnudætur fengu nöfn

Pörin Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm og Jón Daði og ...
Pörin Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm og Jón Daði og María Ósk fögnuðu nöfnum dætra sinna.

Íslenskar stjörnudætur fengu nöfn um helgina. Knattspyrnukappinn Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, létu skíra dóttur sem og grínistinn Sóli Hólm og unnusta hans, fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir. 

Dóttir Jóns Daða og Maríu Óskar var skírð Sunneva Sif Jónsdóttir í Tryggvaskála á Selfossi. Þau sýndu frá skírnarveislunni á samfélagsmiðlum og kom nafnið Sif á óvart. 

Sóli Hólm og Viktoría héldu skírnarveislu heima hjá sér í Vesturbænum en dóttir þeirra fékk nafnið Hólmfríður Rósa. Greindi Sóli frá því á Instagram að dóttir þeirra væri nefnd í höfuðið á ömmu sinni og langömmu. 

View this post on Instagram

Í dag var dóttir okkar skírð og fékk hún nafnið Sunneva Sif Jónsdóttir 💕 Takk kærlega allir fyrir komuna. Þetta var yndislegur dagur!

A post shared by MARÍA ÓSK (@mariaosk22) on May 19, 2019 at 12:14pm PDT

View this post on Instagram

Þá er litla krúttið ekki lengur nafnlaust. Í dag fékk hún nafnið Hólmfríður Rósa💕 Í höfuðið á ömmu sinni og langömmu. 📸 @baldurkristjans

A post shared by Sóli Hólm (@soliholm) on May 19, 2019 at 3:59pm PDTmbl.is