Kóngafjölskyldan leikur sér saman úti

Katrín hertogaynja ásamt Lúðvíki litla í garðinum sem Katrín hannaði …
Katrín hertogaynja ásamt Lúðvíki litla í garðinum sem Katrín hannaði ásamt arkitektum. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS

Vilhjálmur Bretaprins, Katrín hertogaynja og börn þeirra þrjú njóta samverustunda eins og venjuleg fjölskylda þó þau búi í höll. Hjónin tóku börn sín með sér í garð sem hertogaynjan hannaði á sunnudaginn og nutu börnin að leika sér úti. 

Garðurinn sem Katrín hannaði með aðstoð fagfólks er hluti af hinni árlegu garðahátíð, Chelsea Flower Show. Má meðal annars sjá eldri börnin tvö, Georg og Karlottu, leika sér í læk en myndir voru sendar á fjölmiðla. Á meðan áttu hjónin í fullu fangi með að halda í við Lúðvík sem er nýbyrjaður að ganga. 

Á garðurinn að vera staður þar sem fjölskyldur koma saman og tegnjast náttúrunni. Á samfélagsmiðlum Kensington-hallar kemur fram að Katrín leggi mikla áherslu í störfum sínum á hvernig útivist hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og ekki síst þroska barna. Georg, Karlotta og Lúðvík hjálpuðu öll móður sinni við að safna mosa, laufblöðum og greinum til þess skreyta garðinn. 

Georg og Karlotta saman í garðinum.
Georg og Karlotta saman í garðinum. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS
Lúðvík litli er byrjaður að ganga.
Lúðvík litli er byrjaður að ganga. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS
Rólan í garðinum vakti mikla lukku.
Rólan í garðinum vakti mikla lukku. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS
Georg, Katrín, Lúðvík og Vilhjálmur saman í garðinum.
Georg, Katrín, Lúðvík og Vilhjálmur saman í garðinum. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS
mbl.is