Kom Hudson í gegnum fæðinguna

Lori Bregman er höfundur bókarinnar Mamaste sem aðstoðar konur við …
Lori Bregman er höfundur bókarinnar Mamaste sem aðstoðar konur við að finna friðinn innra með sér sem mæður og andlegir leiðtogar barnanna sinna.

Ein uppáhaldsbók leikkonunnar Kate Hudson þessa dagana er Mamaste. Lori Bregman höfundur bókarinnar er á því að mæður séu nú sem aldrei fyrr að drukkna í upplýsingum, valmöguleikum og þrýstingi frá samfélaginu. Því sé mikilvægt að þær fái stuðning við að vera þær sem þær eru skapaðar til að vera. Að þær fái að vera andlegir leiðtogar barnanna sinna. 

„Mæður eru stöðugt að fá upplýsingar um hvað sé það besta eða nýjasta í dag. Margar mæður eru því farnar að fjarlægast innsæi sitt. Að mínu mati er mikilvægt að mæður finni friðinn sem býr innra með þeim. Finni jafnvægið á milli fólks og veraldarinnar. Ég hef margoft verið viðstödd fæðingar og séð með eigin augum konur verða mæður og síðan andlegir leiðtogar barnanna sinna. Það er í okkar verkahring að varða leið barna okkar inn í framtíðina. Mamaste-bókin er eins konar fimm tungumál ástarinnar fyrir mæður.“

Kate Hudson bauð Lori Bregman að vera viðstödd fæðingu yngsta barns síns. Hún mælir með bókinni fyrir allar mæður. 

Kete Hudson.
Kete Hudson. mbl.is/AFP
mbl.is