Krúttlegt gælunafn Karlottu prinsessu

Karlotta við leik í garðinum góða.
Karlotta við leik í garðinum góða. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS

Vilhjálmur Bretaprins kallar fjögurra ára gamla dóttur sína ekki Lottu eins og eðlilegt væri að kalla einhvern sem heitir Karlotta. Nei, prinsinn er með franskt gælunafn fyrir dóttur sína eins og kemur fram á myndbandi sem Kensington-höll sendi frá sér á Twitter. 

Á myndbandinu sést fjölskylda Vilhjálms leika sér í nýjum garði sem Katrín hertogaynja hannaði. Í lok myndbandsins kallar hann á Karlottu og biður hana um að ýta sér. Kallar Vilhjálmur dóttur sína franska orðinu Mignonette. Er orðið sagt notað til þess að tjá hlýhug og mætti ef til vill notast við „ljúfan mín“ við sama tækifæri á íslensku. 

Vilhjálmur er sagður tala reiprennandi frönsku og getur eginkona hans einnig bjargað sér á frönsku. Börnin þeirra þrjú eru hins vegar með spænska barnfóstru sem þau læra spænsku hjá. 

Vilhjálmur Bretaprins kallar dóttur sína frönsku gælunafni.
Vilhjálmur Bretaprins kallar dóttur sína frönsku gælunafni. AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS
mbl.is