Clooney með áhyggjur af öryggi barnanna

Amal og George Clooney þurfa fara afar varlega þegar kemur …
Amal og George Clooney þurfa fara afar varlega þegar kemur að börnum þeirra. mbl.is/AFP

Goerge Clooney hefur meiri áhyggjur af öryggi barna sinna en margar aðrar kvikmyndastjörnur. Ekki nóg með að hann sé ein þekktasta stjarnan í Hollywood heldur er eiginkona hans, Amal Clooney, nú með mál gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS fyrir frönskum dómstólum. 

Clooney opnaði sig um öryggi barna sinna í hlaðvarpsþætti á vef Hollywood Reporter. Segist hann ekki vilja að börn þeirra tvö verði skotmörk þeirra sem vilja hjónunum illt. 

„Við þurfum að takast á við alvöru öryggisvandamál dagsdaglega,“ sagði Clooney í þáttunum. „Við viljum ekki að börnin okkar verði að skotmörkum svo við þurfum að fara varlega.“

Leikarinn segist þó hafa það ansi gott með eiginkonu sinni Amal Clooney og tvíburunum þeirra Ellu og Alexander sem verða tveggja ára í næsta mánuði þó hann sakni þess að geta farið út að ganga með börnunum í Central Park í New York. 

Amal og George Clooney eiga saman tvíbura sem eru að …
Amal og George Clooney eiga saman tvíbura sem eru að verða tveggja ára. mbl.is/AFP
mbl.is