Aldur feðra skiptir máli

Flestar konur eru meðvitaðar um lífsklukkuna í tengslum við barneignir. Karlmenn virðast pæla minna í þessu en aldur karlmanna hefur þó líka áhrif á getnað og væntanleg börn eins kemur fram í rannsókn sem greint er frá á vef Independent.

Frjósemi karlmanna er ekki aðeins sögð minnka eftir 45 ára aldurinn heldur geta konur átt í meiri hættu á að finna fyrir erfiðleikum á meðgöngu. Ungabörn sem eiga eldri feður eru einnig í meiri hættu þegar kemur að ýmsum áhættuþáttum. 

„Á meðan það er þekkt að þær lífeðlisfræðilegar breytingar sem eiga sér stað hjá konum eftir 35 ára aldur geta haft áhrif á getnað, meðgöngu og heilsu barna gera fæstir karlmenn sér grein fyrir að þeirra aldur getur haft svipuð áhrif,“ sagði vísindamaður sem vann að rannsókninni. Bendir vísindamaðurinn á að sæði karla séu ekki jafnhraust þegar líður á. 

Karlmönnum sem íhuga að seinka barneignum er meðal annars bent á að koma sæði fyrir í sæðisbanka fyrir 35 ára afmælið. 

Getty images
mbl.is