„Óléttuglansmyndir“ eru úreltar

Marín Manda er með áhugaverða færslu á Instagram þar sem …
Marín Manda er með áhugaverða færslu á Instagram þar sem hún bendir á að meðganga snýst um meira en útlit konunnar sem er að ganga með barnið.

Marín Manda er komin 28 vikur á leið og birti nýverið áhugaverða færslu á Instagram þar sem hún vekur máls á útlitskröfum sem samfélagið gerir til kvenna á meðgöngu.

Í færslunni talar hún um gagnrýni sem hún hefur fengið á útlit sitt og vísar þá í ákveðna „óléttuglansmynd“ sem hún segir ekki í takt við raunveruleikann. Í raun séu þær úreltar og eiga ekki lengur við. 

„Að ganga með barn tekur mikið á líkama og sál og engin upplifun er eins. Óléttar konur eru ekki sjúklingar. Hins vegar þurfum við flestar skilning og stuðning. Í því felst ekki gagnrýni á breytt útlit líkamans sem í flestum tilvikum er óviðráðanlegt tímabundið ástand.“

Í færslunni kemur fram að fullorðið fólk hefur verið að spyrja hvort hún eigi von á tvíburum, hvort hún sé að fara að eiga núna og hvenær hún muni losna við bumbuna. Þó Marín Manda viti að þessar spurningar og aðfinnslur um útlit hennar séu ekki sagðar til að særa, þá segir hún þær ýta undir óöryggi og vanlíðan. Það sé óþægilegt að fá spurningar um þyngd og aðfinnslur þesssu tengt. Allar meðgöngur séu ólíkar og einstakar í eðli sínu. 

Hún leggur áherslu á að þegar kona gengur með barn sé það mikið kraftaverk og því óþarfi að beina sjónum svona mikið á útlit konunnar sem gengur með barnið. 

View this post on Instagram

Smá real talk 🙏🏻 Þessi mynd var tekin af mér fyrir rúmlega 4 vikum. Ég var að hafa mig til fyrir árshátíð. Þreytt og pínu bjúguð eftir flug og fannst ég ekki passa í neitt. Samt með bros á vör og hamingjusöm. Mér fannst ég alltof stór, óaðlaðandi og berskjölduð. Ekki petit kona eins og ég er vön að vera en hey ég er barnshafandi. Í dag er ég í 28 viku og orðin þónokkuð stærri. Kúlan stækkar með hverri vikunni sem líður og ýmsir litlir fylgikvillar eru til staðar: þreyta, togverkir, bjúgur - annars er ég hraust. Ég er að skapa nýjan einstakling sem ég nú þegar elska ❣️ Ég verð þó vör við gagnrýni, aðallega hvað varðar útlit mitt. Það er pínulítið að trufla mína upplifun um þessar mundir. Þessi svokallaða óléttu glansmynd sem er ekki í takt við raunveruleikann. Að ganga með barn tekur mikið á líkama og sál og engin upplifun er eins. Ólèttar konur eru ekki sjúklingar. Hins vegar þurfum við flestar skilning og stuðning. Í því felst ekki gagnrýni á breytt útlit líkamans sem í flestum tilvikum er óviðráðanlegt tímabundið ástand. Undanfarið hefur verið sagt við mig af fullorðnu fólki: Já ok, þú blómstrar aldeilis, ertu með tvíbura?....eða vá rosalega ertu stór, ertu bara að fara eiga núna? ....haha sjá þig hvenær losnarðu við þessa bumbu?....eða þú ert orðin mjög feit núna...eða þú ert samt falleg þó þú fitnir.... bíddu ertu búin að þyngjast um 12-14 kíló, áttu þá eftir að þyngjast um 20 kíló í allt? Ég veit að þessar athugasemdir eru ekki sagðar í þeim tilgangi að særa...en þær ýta við einhvers konar óöryggi og vanlíðan. Kannski eru það hormónarnir en kannski er bara ekki viðeigandi að segja hvað sem er við fólk. Þessi meðganga er öðruvísi en hinar, hvorki mikið betri né verri. Í dag er ég kannski þakklátari þessum líkama sem stendur sig alveg prýðilega í öllum þessum breytingum. Kvenlíkaminn er svo magnaður ☘️ Hér er ég nú, fertug, kasólétt, mjög stór eða feit, barnshafandi, á mína góðu og slæmu daga. Sama hvernig ég lít út í dag eða á lokasprettinum þá skiptir öllu máli að þessu litla kraftaverki sem vex og dafnar inni i mér líði vel 🙏🏻 . . #pregnancylife #babybump #growingbelly #raunin

A post shared by 𝑀𝒶𝓇í𝓃 𝑀𝒶𝓃𝒹𝒶 ♡ (@marinmanda) on May 27, 2019 at 8:22am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert