Prins viðurkennir loks laundóttur

Nicholas Medforth-Mills með eiginkonu sinni, Alinu-Mariu Binder, en hún er …
Nicholas Medforth-Mills með eiginkonu sinni, Alinu-Mariu Binder, en hún er ekki móðir barns hans. ljósmynd/Nicolae al Romaniei

Nicholas Medforth-Mills áður þekktur sem prinsinn af Rúmeníu hefur viðurkennt að eiga þriggja ára gamla dóttur. Medforth-Mills fór að lokum í faðernispróf en hann hafði áður neitað því að hafa átt í sambandi við móðurina, Nicoletu Cirjan, að því fram kemur á vef PeopleMedforth-Mills kvæntist annarri konu, Alinu-Mariu Binder, í september í fyrra. 

Segir hann í færslu á Facebook að hann hefði farið í faðernispróf. Þar var niðurstaðan jákvæð og segist fyrrverandi prinsinn nú ætla að takast á við lagalegar skyldur sem faðir stúlkunnar. Ætlar hann ekki að tjá sig frekar um barnið. 

Móðirin svaraði færslunni á Facebook og gaf í skyn að tilkynningin hefði komið sér á óvart. Hún hefði lært bæði þolinmæði á málinu og að sannleikurinn kæmi alltaf í ljós. 

Nicholas Medforth-Mills er afabarn Mikaels 1. síðasta konungs Rúmeníu og er fjarskyldur frændi Elísabetar Englandsdrottningar. Hann var fjarlægður úr erfðaröðinni að rúmensku krúnunni árið 2015 og er talið að þessi skandall sé ástæðan. Rúmenska krúnan hefur þó aðeins táknrænt gildi. 

mbl.is