Karlotta litla á leið í skóla

Karlotta prinsessa byrjar í skóla í haust.
Karlotta prinsessa byrjar í skóla í haust. mbl.is/AFP

Karlotta prinsessa mun hefja skólagöngu í haust enda nýorðin fjögurra ára. Hingað til hefur Karlotta verið á dagheimili hluta dags en í haust mun hún fara í sama skóla og bróðir hennar stundar nám við. Skólinn er kallaður Thom­as's Batter­sea-skólinn og er einkaskóli. Þegar Georg hóf þar nám fyrir tveimur árum voru skólagjöldin yfir tvær milljónir íslenskra króna á ári. 

Skólastjórinn segist vera mjög ánægður með að hertogahjónin af Cambridge, Katrín og Vilhjálmur, hafi ákveðið að Karlotta myndi fylgja í fótspor Georgs bróður síns. Segist hann hlakka til að bjóða hana velkomna í skólann í haust ásamt öðrum nemendum. 

Heimildarmaður Vanity Fair segir Vilhjálm og Katrínu ánægð með skólann. „Þau eru hluti af skólasamfélaginu, þeim semur vel við skólstjórann og þau hafa verið mjög ánægð með hversu mikið Georg hefur farið fram síðan hann byrjaði.“

Búast má við því að fylgst verði vel með því þegar Karlotta hefur skólagöngu í haust. Þegar bróðir hennar hóf nám í skólanum árið 2017 fengu ljósmyndarar að mynda hann og föður hans þegar þeir mættu í fyrsta daginn.

Georg fyrsta skóladaginn sinn árið 2017.
Georg fyrsta skóladaginn sinn árið 2017. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert