„Áttu von á barni?“

Jameela Jamil er með fréttir á Instagram sem hún getur …
Jameela Jamil er með fréttir á Instagram sem hún getur ekki greint frá strax. Fylgjendur hennar telja hana eiga von á barni. mbl.is/AFP

Leikkonan Jameela Jamil er að margra mati ein sú allra áhugaverðasta að fylgjast með á Instagram. Hún lætur fólk hafa það óþvegið ef henni finnst verið að gera lítið úr konum eða þegar verið er að stilla konum upp fyrir einvörðungu útlit þeirra. 

Nýverið birti hún fallega mynd af sér á Instagram þar sem hún segir að nú séu draumar hennar að rætast en að hún geti ekki sagt fylgjendum sínum frá því strax.

Vangaveltur fólks um fréttirnar eru alls konar þótt margir séu á þeirri skoðun að nú eigi hún von á barni og geti ekki sagt frá því strax. „Áttu von á barni?“ var spurt við færsluna á Instagram. 

Jamil yrði án efa frábær móðir, enda mikil fyrirmynd og staðföst í skoðunum sínum. Hún lofar að tilkynna fréttirnar eftir nokkra mánuði, svo nú er bara að bíða og sjá. 

Fréttirnar geta allt eins verið um feril hennar enda fáar konur eins vinsælar í skemmtanaiðnaðinum um þessar mundir. 

mbl.is