Á baðfötunum sjö mánuðum eftir barnsburð

Fyrirsætan Kate Upton hefur talað opinskátt um þá áskorun sem …
Fyrirsætan Kate Upton hefur talað opinskátt um þá áskorun sem margar konur fara í gegnum tengt líkama sínum eftir barnsburð.

Fyrirsætan Kate Upton sem sumir vilja meina að sé drottning baðfatanna sýndi nýverið að mæður geta litið dásamlega vel út einungis sjö mánuðum eftir fæðingu barna sinna. 

Upton sem þekkt er fyrir störf sín fyrir m.a. Sport Illustrated, ræddi við fjölmiðla í tengslum við æfingarprógrammið hennar Strong4Me. Þetta kemur fram á vef People.

Strong4Me er hugsað m.a. fyrir mæður sem vilja koma sér í form eftir barnsburð. Þegar barnið sefur getur mamman æft inn í stofu í 30 mín daglega. 

Upton hefur útskýrt í heiðarleika þá áskorun að koma sér í form eftir barnsburð. Hún er að sjálfsögðu staðföst þegar kemur að matarræði og æfingum, en allar konur ganga í gegnum breytingar á líkama sínum á þessum tíma. Mömmur víða um heiminn hafa fundið stuðning í því að lesa um eina þekktustu fyrirsætu heims í sömu stöðu og þær á þessum tíma.

Fylgjendur Upton eru á því að hún hafi aldrei litið eins vel út og hrósa henni óspart fyrir mynd sem hún birti af sér á svölum í Miami þar sem hún sýnir árangurinn eftir einungis sjö mánuði. 

View this post on Instagram

Things are finally heating up...🔥

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on Jun 5, 2019 at 1:20pm PDT

mbl.is