Þekktustu bónusforeldrarnir

Það eru fjölmargir bónusforeldrar í Hollywood. Jada Pinkett Smith er …
Það eru fjölmargir bónusforeldrar í Hollywood. Jada Pinkett Smith er ein þeirra. Hér er hún með Trey Smith son Will Smith úr fyrra hjónabandi og dóttur þeirra Willow Smith. KEVIN WINTER

Miðað við hvað hjónabönd vara stutt í Hollywood kemur ekki á óvart hversu margir eru í hlutverki bónusforeldra. Sumir einstaklingar hafa lengri reynslu af þessu hlutverki en aðrir og standa sig með einstakri prýði, í raun þannig að eftir er tekið. 

US Weekly var með skemmtilega umfjöllun um bónusforeldra og er hluti þeirra sem nefndir eru hér úr þeirri grein. Hlutverk bónusforeldra er mikilvægt og eru dæmin hér á eftir til að styðja við það.

Kurt Russell kemst án efa efst á blað þeirra sem hafa staðið sig vel sem bónusfaðir. Hann kynntist leikkonunni Goldie Hawn árið 1983. Goldie Hawn átti Oliver og Kate Hudson með fyrrverandi eiginmanni sínum Bill Hudson. Russell hefur alið börn eiginkonu sinnar upp eins og sín eigin og hafa þau margoft nefnt í fjölmiðlum hversu frábær bónusfaðir hann er. 

Kurt Russell er einn þekktasti bónusfaðirinn í Hollywood. Hér er …
Kurt Russell er einn þekktasti bónusfaðirinn í Hollywood. Hér er hann með eiginkonu sinni Goldie Hawn og bónusdóttur sinni Kate Hudson.

Caitlyn Jenner er gott bónusforeldri. Hún gekk börnum fyrrum eiginkonu sinnar Kris Jenner í foreldrastað. Þau Kourtney, Kim, Khloe og Rob yngri eru öll börn saman en Kardashian fjölskyldan þykir ein sú samrýmdasta í Hollywood.

Jada Pinkett Smith er bónus mamma Trey Smith, sonar Will Smith með fyrstu eiginkonu sinni Sheree Zampino. Smith fjölskyldan er opin og skemmtileg og tala um hlutina eins og þeir eru. 

mbl.is