Áhugavert að vera faðir 56 ára að aldri

George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney. Þau eiga tvö …
George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney. Þau eiga tvö börn saman, dótturina Ellu og soninn Alexander. mbl.is/AFP

George Clooney og Amal Clooney eignuðust tvíburana Alexander og Ellu í júní árið 2017. Þau hafa verið dugleg að fjalla um foreldrahlutverkið á undanförnum misserum og má ýmislegt áhugavert um föðurhlutverkið eins og hann horfir á það á vef US Weekly.

„Dóttir mín var veik, eins og gerist stundum með börn. Svo ég vaknaði klukkan rúmlega tvö um nóttina á afmælisdeginum mínum og síðan aftur klukkan rúmlega fjögur. Ég tók Ellu upp í rúmið okkar sem gerði það að verkum að hún tók yfir rúmið. Ég setti kodda og teppi í kringum hana og fór inn í hennar herbergi að leggja mig.“

Clooney segir að hann hafi ekki gert ráð fyrir því að verða faðir tvíbura 56 ára að aldri en að hann njóti hverrar stundu að vera faðir. Börnin eru einstaklega fallega og góð að mati Clooney. Honum finnst Ella vera einstaklega lík móður sinni og Alexander líkur honum. 

Hann er að læra á föðurhlutverkið með tímanum eins og allir aðrir feður á hans stað í lífinu. 

mbl.is