Býr í leiguhúsnæði með True

True ásamt Khloé Kardashian eru glaðar að sjá þó þær …
True ásamt Khloé Kardashian eru glaðar að sjá þó þær séu í leiguhúsnæði um þessar mundir.

Samkvæmt vef Cosmopolitan býr Khloé Kardashian í leiguhúsnæði með dóttur sinni True um þessar mundir. Ástæðan ku vera sú að hún er að láta endurgera húsið sitt í Calabasas, Los Angeles. 

Kardashian systirin hefur gengið í gegnum miklar hremmingar að undanförnu út af körfuboltahetjunni Tristan Thompson. Sögusagnir eru uppi um að hann hafi haldið framhjá henni bæði á meðgöngunni sem og eftir fæðinguna.

Þær mæðgur hafa búið í sex mánuði í leiguhúsnæði.

Með endurgerð á húsinu vil hún ná inn fersku andrúmslofti. Með nýjum litum, ferskum húsgögnum og endurskipulagi telur hún meiri möguleika á nýju upphafi fyrir sig og barnið sitt. 

View this post on Instagram

❥You and I ❥

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Mar 26, 2019 at 6:10am PDT

mbl.is