Þakklátastur fyrir föðurhlutverkið

Brad Pitt lítur vel út þrátt fyrir erfiða tíma.
Brad Pitt lítur vel út þrátt fyrir erfiða tíma. AFP

Samkvæmt US Weekly er Brad Pitt þakklátastur fyrir föðurhlutverkið í lífinu. Eftir langt og strangt skilnaðarferli við fyrrum eiginkonu sína, Angelina Jolie, hefur Pitt fundið frið í  listforminu myndhöggun. 

Hann hefur varið miklum tíma í að búa til fallega hluti með vini sínum Thomas Houseago. Hann sækir orku og frið í hjartað með því að búa til fallega hluti, að ferðast um heiminn og að sjálfsögðu að verja stundum með börnunum sínum. 

Pitt hefur verið ötull við að vinna í sér eftir skilnaðinn og hefur fundið skjól í listrænum hlutum. Arkitektúr hefur lengi vel átt hug hans allan og því kemur ekki á óvart að myndhöggun sé nú ofarlega á dagskrá. 

View this post on Instagram

Studio sometimes the best place to be

A post shared by Thomas Houseago (@thomashouseago) on May 18, 2017 at 12:30pm PDT

mbl.is