Madonna ekki hrifin af símum

Madonna er á því að símar hafi neikvæð áhrif á …
Madonna er á því að símar hafi neikvæð áhrif á samband hennar við börnin. Ljósmynd/DavidShankbone

Söngkonan Madonna mælir ekki með því að gefa börnum sem eru að komast á táningsaldurinn síma. Hún segir að það hafi skemmt sambandið hennar við Lourdes sem er 22 ára og Rocco sem er 18 ára. Þau fengu bæði síma þegar þau voru 13 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef Independent

Madonna á fimm börn á aldrinum 6 ára til 22 ára. Sonur hennar David er orðinn 13 ára. 

„Ég ætla að fresta því eins lengi og ég get að gefa David síma,“ segir hún. 

Þegar að börnin fengu síma fann hún fyrir breytingum á persónuleika þeirra og þroska. 
„Þau urðu upptekin af ímynd sinni og byrjuðu að bera sig saman við aðra, sem mér finnst slæmt fyrir þroska barna á þessum aldri,“ segir Madonna. 
Madonna segir að af öllum börnum sínum sé David líkastur henni. Hann sé ákveðinn og mjög fylginn sér. Hún er viss um að hann hafi þessa eiginleika frá henni.
Þegar kemur að Lourdes segir Madonna:
„Ég er græn af öfund þegar kemur að hæfileikum hennar. Hún er magnaður dansari, frábær leikkona, hún spilar einstaklega fallega á píanó og hefur í raun meiri hæfileika en ég.“
View this post on Instagram

Happy Birthday to My Darling Lolita! ♥️♥️♥️♥️! Light of my Life! 🔥🔥🔥 Me Preciosa! #littlestar

A post shared by Madonna (@madonna) on Oct 14, 2018 at 10:46am PDT

Þótt Madonna segi að móðurhlutverkið sé henni dýrmætt eru nokkrir hlutir sem hún á erfitt með að venjast. Að vera fótboltamamma er eitt af því. 
Í grein Independent kemur fram að ýmislegt sé enn þá órannsakað þegar kemur að áhrifum samfélagsmiðla á börn. Börn allt niður í 11 ára aldur skrá sig inn á snjallforrit án þess að hafa aldur til þess. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert