Gráttu fyrir framan börnin

Leyfðu börnunum að sjá þig gráta.
Leyfðu börnunum að sjá þig gráta. Pexels

Sérfræðingurinn Tammy Lewis Wilborn segir að það sé hluti af tilfinningalegum þroska barna að sjá foreldra sína gráta. Margir veigra sér við að gráta fyrir framan börn sín og getur það verið af mismunandi ástæðum. Sumir vilja kannski ekki valda börnum sínum óþarfa áhyggjum og það er mjög eðlilegt. 

„Ef barn sér foreldri sitt eða uppalanda gráta sem viðbrögð við einhverjum ákveðnum aðstæðum eða atviki getur það verið mjög lærdómsríkt fyrir barnið að sjá að það er í lagi að sýna tilfinningar sínar,“ segir Wilborn. 

Að kenna börnum að það er eðlilegt að sýna tilfinningar er stór hluti af uppeldinu. Ef foreldri grætur út af aðstæðum sem hafa líka áhrif á barnið (eins og til dæmis fráfalli ömmu eða afa) getur það hjálpað barninu að átta sig á að það er ekki eitt í sorginni. Wilborn bendir á að börn hafi ekki upplifað mikið á sinni stuttu ævi og þurfi að læra að túlka tilfinningar og viðbrögð sín og annarra. 

Börn hafa ekki upplifað margt á sinni stuttu ævi og …
Börn hafa ekki upplifað margt á sinni stuttu ævi og þurfa því að treysta á fullorðna fólkið til að læra hvað eru eðlileg viðbrögð. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert