Emmsjé Gauti eignaðist son 17. júní

Emmsjé Gauti er búinn að eignast son.
Emmsjé Gauti er búinn að eignast son. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Rapparinn Emmsjé Gauti eignaðist son á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní ásamt Jovönu Schally unnustu sinni. Gauti Þeyr, eins og hann heitir, segir á Instagram-síðu sinni að allt sé eins og það eigi að vera og drengurinn sé einfaldlega fullkominn. 

Parið er búið að vera saman í um tvö ár og eiga samtals þrjú börn. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með soninn. 

View this post on Instagram

Sonur okkar fæddist 17.júní kl.22.19 Allt er eins og það á að vera. Hann er fullkominn. ❤️

A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Jun 19, 2019 at 6:08am PDT

mbl.is