Á Katrín hertogaynja von á öðru barni?

Katrín var glöð undir regnhlíf á konunglegu veðlhlaupakeppninni í vikunni.
Katrín var glöð undir regnhlíf á konunglegu veðlhlaupakeppninni í vikunni. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge eignaðist þriðja barnið sitt fyrir fjórtán mánuðum síðan, en nú eru vangaveltur uppi um hvort hún eigi von á öðru barni.

Þetta kemur fram á vef The Hollywood Gossip út af nýjum ljósmyndum sen birtust af henni í vikunni frá konunglegu veðhlaupakepninni, þar sem hún kæddist ljósbláum kjól og með blómahatt í stíl. 

Hertogaynjan heldur ýmist um magann á sér eða heldur tösku fyrir framan magann á sér. Hvort hún eigi von á öðru barni eða ekki, þá lítur hún vel út og er fólk almennt sammála því að blár sé hennar litur. 

Vilhjálmur prins ásamt Katrínu hertogaynju á konunglegu veðhlaupakeppninni í vikunni.
Vilhjálmur prins ásamt Katrínu hertogaynju á konunglegu veðhlaupakeppninni í vikunni. mbl.is/AFP
mbl.is