Unglegasta mamman?

Mæðgurnar Holly Willoughby og Linda J. Willoughby þykja ákaflega líkar …
Mæðgurnar Holly Willoughby og Linda J. Willoughby þykja ákaflega líkar í útliti.

Sjónvarpsstjarnan breska Holly Willoughby er einstaklega skemmtileg og opinn persónuleiki. Hún hefur átt farsælan fyrirsætuferil og er einnig vinsæll rithöfundur svo dæmi séu tekin.

Hún þykir hafa fegurðina og útgeislunina frá móður sinni Lindu J. Willoughby sem varð nýverið 71 árs að aldri. Við hverja mynd sem hún birtir á samfélagsmiðlum af þeim mæðgum fær hún þau ummæli að þær séu eins og hversu ungleg móðir hennar lítur út. 

Holly Willoughby skrifaði áhugaverða bók fyrir foreldra sem ber nafnið: Truly Happy Baby... It Worked for Me: A practical parenting guide from a mum you can trust.

Í bókinni hvetur hún foreldra til að finna sínar leiðir fyrstu tólf mánuði í lífi barna sinna. Að gott sé að skoða og kynna sér allar leiðir, en rétta leiðin fyrir hvert barn búin innra með foreldrunum sem eru að ala það upp. 

Hún segir hlutina eins og þeir eru og nýtur vinsælda fyrir trúverðugleika og einlægni. 

Það sem skiptir Holly Willoughby mestu máli tengt börnum sínum er að þau verði fær um að bjarga sem þegar þau eru orðin stór. Að þau þori að gera mistök og læri af þeim og hafi öðlast kunnáttu í gegnum uppeldið til að taka réttar ákvarðanir í lífinu. 

View this post on Instagram

Vehicles and Animal(s) by Chester... ❤️

A post shared by Holly Willoughby (@hollywilloughby) on Feb 4, 2019 at 8:37am PST

mbl.is